lau 30. júlí 2016 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
„Mourinho vildi örvæntingarfullur fá Embolo til Man Utd"
Embolo er spennandi leikmaður
Embolo er spennandi leikmaður
Mynd: Getty Images
Christian Heidel, yfirmaður íþróttamála hjá Schalke 04, segir að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hafi verið örvæntingafullur í því að kaupa hinn svissneska Breel Embolo.

Hinn 19 ára gamli Embolo samdi við Schalke til fimm ára eftir að hafa spilað með Sviss á EM í Frakklandi.

Miklar vonir eru bundnar við Embolo, en hann var mjög eftirsóttur. Hann var sterklega orðaður við United áður en hann samdi við Schalke og Heidel segir Jose Mourinho hafi viljað fá hann í sitt lið.

„Það eru margar ástæður fyrir því að við skyldum semja við Embolo," sagði Heidel.

„Fyrst og fremst þá eru íþróttalegar ástæður að baki. Það er ekkert nýtt að hann er góður leikmaður. Það er ástæða fyrir því að Mourinho vildi örvæntingarfullur fá hann til Manchester United."

„Embolo var í svipuðu hlutverki hjá Basel, þar sem 80% af treyjum sem voru seldar voru merktar honum. Hann er mjög opinn, hann er alltaf brosandi og það er því auðvelt fyrir fólk að kunna vel við hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner