Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. júlí 2016 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Sergio Aguero að fá nýjan samning hjá Manchester City
Aguero er að fá nýjan samning hjá City
Aguero er að fá nýjan samning hjá City
Mynd: Getty Images
Manchester City mun staðfesta það að Sergio Aguero sé búinn að skrifa undir nýjan samning áður en nýtt leiktímabil í ensku úrvalsdeildinni hefst. Þá er Brasilíumaðurinn Fernandinho einnig að fá nýjan samning hjá City.

Aguero er með samning til 2019, en samkvæmt frétt Daily Mail þá var það samþykkt í janúar að sá samningur yrði endurnýjaður.

Hinn 28 ára gamli Argentínumaður skoraði fyrsta mark City undir stjórn Pep Guardiola þegar liðið mætti Borussia Dortmund í Shenzhen.

Hann kom til Manchester City árið 2011 frá spænska stórliðinu Atletico Madrid, en hann hefur verið algjör lykilmaður alveg síðan þá.

Hann verður væntanlega áfram hjá liðinu næstu árin og sömu sögu má segja af Fernandinho. Það er leikmaður sem Pep Guardiola er gríðarlega hrifinn af, en hann telur að Brassinn geti spilað tíu stöður á vellinum.

„Ég tel að Fernandinho geti spilað 10 stöður. Hann hefur gæðin til að spila hvar sem er," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner