lau 30. ágúst 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
3. deild: Hamar niður í 4. deild
Ingólfur Þórarinsson þjálfari Hamars.
Ingólfur Þórarinsson þjálfari Hamars.
Mynd: Hamar
Hamar 1 - 2 Einherji
0-1 Sigurður Donys Sigurðsson ('14)
0-2 Gunnlaugur Bjarnar Baldursson ('29)
1-2 Mateusz Tomasz Lis ('45, víti)
Rautt spjald: Sölvi Víðisson ('29) (Hamar)

Hamar úr Hveragerði féll niður í 4. deild í gær en þetta varð ljóst eftir 2-1 tap liðsins gegn Einherja frá Vopnafirði.

Hamarsmenn hafa þar með fallið niður tvær deildir á jafnmörgum árum.

Einherji náði með sigrinum að komast úr næstneðsta sætinu en liðið er í 8. sæti, stigi á undan ÍH.

Þessi tvö lið mætast einmitt í Hafnarfirði á morgun í lykilleik í fallbaráttunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner