Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. ágúst 2014 10:29
Magnús Már Einarsson
Bröndby í viðræðum um kaup á Agger
Agger er á heimleið.
Agger er á heimleið.
Mynd: Getty Images
Danska félagið Bröndby hefur staðfest að það eigi í viðræðum við Liverpool um kaup á Daniel Agger.

Talið er að Agger megi fara frá Liverpool á þrjár milljónir punda en hann kom til félagsins frá Bröndby á 5,8 milljónir punda árið 2006.

Þessi 29 ára gamli leikmaður var fyrr í sumar orðaður við bæi Napoli og Barcelona en hann virðist nú óvænt vera á leið heim til Danmerkur.

Aggger hefur færst neðar í röðinni hjá Liverpool eftir að Dejan Lovren kom til félagsins í sumar.

Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Celtic, var í gær orðaður við Bröndby en möguleiki er á að hann og Agger gangi báðir til liðs við félagið á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner