banner
   lau 30. ágúst 2014 10:17
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Voetbalnieuws 
Eiður Smári á leið í indversku deildina?
Eiður Smári gæti leikið í indversku deildinni á næstunni.
Eiður Smári gæti leikið í indversku deildinni á næstunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski miðillinn Voetbalnieuws fullyrðir að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið indverska boltann á næstunni en Morgunblaðið sagði frá þessu í morgun.

Eiður Smári hefur leikið í Belgíu undanfarin ár með Cercle Brugge og Club Brugge en hefur verið félagslaus síðan í maí þegar hann yfirgaf síðarnefnda félagið.

Voetbalnieuws segir að Delhi Dynamos sem fékk Alessandro Del Piero til liðs við sig í síðasta mánuði hafi ætlað sér að fá Eið Smára ef þeim hefði ekki tekist að semja við Ítalann. Það tókst þó að lokum.

Eiður Smári er þó nánast örugglega á leið til Indlands en hann mun vera í viðræðum við Pune City þó svo ekkert samkomulag sé á borðinu ennþá. Fleiri félög hafa líka áhuga á honum en ljóst að ákvörðun er á næsta leiti því stjörnur deildarinnar mæta til vinnu í október, þeirra á meðal eru auk Del Piero þeir David Trezeguet og Robert Pires.
Athugasemdir
banner
banner
banner