Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 30. ágúst 2014 18:18
Grímur Már Þórólfsson
Ítalía: Juventus byrjar á sigri
Vidal lék 86 mínútur
Vidal lék 86 mínútur
Mynd: Getty Images
Chievo 0-1 Juventus
0-1 Francesco Bardi (´6 sjálfsmark)

Fyrsti leikurinn í 1. umferð í ítölsku Seria A var að ljúka. Þar fékk Cievo Verona ítalíumeistarana í Juventus í heimsókn.

Leikurinn var tíðindalítill og einungis eitt mark sem skildi liðin að.

Það mark kom á 6. mínútu en það var sjálfsmark markmanns Chievo.

Carlos Tevez átti hornspyrnu sem Martin Caceres skallaði að marki. Það var svo Francesco Bardi sem setti boltann í eigið net.

Kingsley Coman spilaði sinn fyrsta leik fyrir Juventus í dag en hann og Tevez leiddu framlínuna. Arturo Vidal byrjaði leikinn en var tekinn útaf á 86. mínútu. Þá var Patrice Evra allan tímann á varamannabekk Juventus.
Athugasemdir
banner
banner