Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. ágúst 2014 21:00
Grímur Már Þórólfsson
Pellegrini: Ekki hissa á að við töpuðum
Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini þjálfari Manchester City segir að tap hans manna í dag hafi ekki komið honum á óvart. City fékk Stoke í heimsókn en þeir síðarnefndu sigruðu leikinn 1-0 með marki Mame Biram Diouf.

Pellegrinir segir að hann hafi búist við erfiðum og jöfnum leik en liðin gerðu 0-0 jafntefli á Brittania á síðasta tímabili og City vann 1-0 heimasigur.

,,Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur í dag, gegn liði sem verst með tíu menn fyrir aftan boltann ávallt.

Leikirnir í fyrra voru svipaðir og leikurinn í dag, við vorum heppnir í fyrra að ná inn marki og þannig vinna leikinn. Í dag, sköpuðum við ekki færi til að skora. Við fengum tvö eða þrjú en tókst ekki að nýta þau.

Við byrjuðum leikinn með kreatívu leikmennina í liði okkar - Toure, Silva, Nasri, Jovetic og Aguero.

Tveir hlutir gerðust í dag, fyrsta lagi við vorum ekki kreatívir og í öðru lagi, Stoke spiluðu mjög vel.

Við höfum núna 15 daga, það er ekki gott að fá svona landsleikjapásu en við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta eftir það."
Sagði Pellegrini.

Fernando fór meiddur útaf á 38. mínútu og um það hafði Pellegrini þetta að segja: ,,Hann fór útaf vegna meiðsla á nára. Á morgun munum við vita meira."
Athugasemdir
banner