„Það eru gríðarleg vonbrigði að hafa tapað tveimur stigum" sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir markalaust jafntefli gegn Leikni í kvöld.
„Í fyrri hálfleik var eitt lið á vellinum og við fengum 3-4 fín færi. Eyjó stóð sig frábærlega með því að verja í gríð og erg og halda þeim í leiknum."
„Í fyrri hálfleik var eitt lið á vellinum og við fengum 3-4 fín færi. Eyjó stóð sig frábærlega með því að verja í gríð og erg og halda þeim í leiknum."
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 Leiknir R.
Jonathan Glenn misnotaði vítaspyrnu í viðbótartíma þegar hann gat tryggt Blikum sigur. Blikar eru því nú sex stigum á eftir topppliði FH.
„Það hefði gert mótið ívið skemmtilegri. Það eru fjórir leikir eftir og sex stig sem er helvíti mikið."
„Við viljum tryggja annað eða þriðja sætið og helst ná öðru sætinu. Það er markmiðið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir