Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   sun 30. ágúst 2015 20:31
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Lofa að segja ykkur hverju við breyttum
Þjálfarateymi FH fagnaði vel í kvöld
Þjálfarateymi FH fagnaði vel í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var sammála því að stigin þrjú sem FH fékk með sigri á Víkingum í kvöld voru býsna stór.

"Já þetta voru frábær þrjú stig þó leikurinn væri kannski ekkert góður hjá FH liðinu, við áttum okkar kafla en duttum niður á milli"

"Í seinni hálfleik lögðum við aðeins meiri áherslu á varnarleikinn"

Oft hefur verið talað um sóknarmenn FH en í kvöld var þriðji leikurinn í röð sem Hafnfirðingar halda hreinu, það hlýtur að gleðja Heimi að hafa staðist áhlaup Vikinga í kvöld.

"Ekki spurning, þeir hafa verið að spila vel upp á síðkastið, eru í öllum stöðum með góða fótboltamenn sem geta líka leyst vel stöðurnar einn á móti einum.

Það er jákvætt að Breiðablik og KR tapa stigum á meðan við vinnum en það er ekkert komið og við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum, næsta verkefni er ÍBV eftir tvær vikur og það verður erfiður leikur."


Eftir tvo slæma heimaleiki í júlí gegn Fylki og KR sneru FH-ingar bökum saman og hafa nú unnið sex leiki í röð, er til einhver skýring á þessari breytingu?

"Já ég get alveg skýrt það en ekki í kvöld.  Það tekur aðeins lengri tíma en ég skal útskýra þetta allt eftir tímabilið".

Lofar hann því?

"Já. Pottþétt!"

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner