Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. ágúst 2015 18:00
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Bosníumennirnir sáu um Juventus
Dzeko skoraði í sigri Roma.
Dzeko skoraði í sigri Roma.
Mynd: Getty Images
Roma 2 - 1 Juventus
1-0 Miralem Pjanic ('61 )
2-0 Edin Dzeko ('79 )
2-1 Paulo Dybala ('87 )
Rautt spjald: Rubinho, Juventus ('66)Patrice Evra, Juventus ('78)

Ítölsku meistararnir í Juventus byrja tímabilið afleitlega en rétt í þessu tapaði liðið 2-1 gegn Roma í annarri umferð Seríu A. Þetta þýðir að Juventus er án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í deildinni.

Juventus átti vissulega von á erfiðum leik gegn Roma og eftir markalausan fyrri hálfleik fór flugeldasýning af stað í þeim síðari.

Bosníski landsliðsmaðurinn Miralem Pjanic kom Roma í 1-0 eftir rúman klukkustundar leik en örfáum mínútum síðar fékk Rubinho, leikmaður Juventus, að líta rauða spjaldið.

Á 78. mínútu urðu gestirnir svo níu inni á vellinum þegar Patrice Evra var rekinn af velli, og mínútu síðar skoraði Edin Dzeko annað mark Roma. Bosníumennirnir heldur betur að gera góða hluti fyrir heimamenn.

Þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri tókst Juventus að minnka muninn með marki frá Paulo Dybala á 87. mínútu en nær komust meistararnir ekki og 2-1 tap staðreynd.

Juventus er því í fallsæti án stiga eftir tvær umferðir en Roma er með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner