Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 30. ágúst 2015 15:16
Arnar Geir Halldórsson
Kevin De Bruyne til Man City (Staðfest)
Mættur aftur í enska boltann
Mættur aftur í enska boltann
Mynd: Man City
Kevin De Bruyne er genginn til liðs við Manchester City frá Wolfsburg.

Þessi félagaskipti hafa verið lengi í deiglunni en nú er loks búið að ganga frá öllum lausum endum.

De Bruyne gekkst undir læknisskoðun í Manchester borg í gær og skrifaði í dag undir sex ára risasamning við félagið.

Talið er að Man City borgi 57 milljónir punda fyrir leikmanninn sem gerir hann að næst dýrasta leikmanni Bretlandseyja frá upphafi en sá dýrasti, Angel Di Maria, náði ekki að fóta sig í ensku úrvalsdeildinni.

Man City hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og fer De Bruyne í hóp með Nicolas Otamendi, Raheem Sterling, Fabian Delph, Patrick Roberts og Enes Unal.
Athugasemdir
banner
banner