sun 30. ágúst 2015 17:45
Alexander Freyr Tamimi
Monk: Vorum ekki upp á okkar besta
Garry Monk og félagar unnu góðan sigur.
Garry Monk og félagar unnu góðan sigur.
Mynd: Getty Images
Garry Monk, stjóri Swansea, var að vonum í skýjunum eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gestirnir komust í 1-0 með marki frá Juan Mata snemma í seinni hálfleik en þeir Andre Ayew og Bafetimbi Gomis tryggðu Svönunum stigin þrjú.

„Stemningin var mögnuð. Í fyrri hálfleik spilaði Manchester United mjög vel og gerði okkur virkilega erfitt fyrir," sagði Monk að leik loknum.

„Við sýndum karakterinn sem í okkur býr. Mér fannst við ekki vera upp á okkar besta en við vorum vel skipulagðir og héldum áfram."

„Þeir ollu okkur vandræðum á miðjunni, ég breytti miðjunni og það hleypti okkur inn í leikinn. Þetta eru þrjú stig."

Athugasemdir
banner
banner
banner