Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 30. ágúst 2015 18:08
Alexander Freyr Tamimi
Noregur: Gummi Kristjáns skoraði í tapi Start
Guðmundur Kristjánsson var á skotskónum.
Guðmundur Kristjánsson var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Guðmundur Kristjánsson skoraði eina mark Start þegar liðið tapaði 3-1 gegn Haugesund á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Haugesund komst í 3-0 áður en Guðmundur minnkaði muninn rétt fyrir leikslok og var mark hans lítið annað en sárabót. Start er í bullandi fallbaráttu og í 3. neðsta sætinu eftir 22 umferðir af 30 í norsku deildinni.

Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström gerðu 2-2 jafntefli á útivelli gegn Molde, en það var Fred Friday sem tryggði liðinu stig með marki undir lok leiks. Árni Vilhjálmsson sat allan tímann á varamannabekk Lilleström en Finnur Orri Margeirsson var ekki í hóp.

Lilleström siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild, en liðið er í 9. sætinu með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner