Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. ágúst 2015 12:25
Arnar Geir Halldórsson
Rússland: Ragnar spilaði í tapi
Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Lokomotiv Moskva 2-1 FC Krasnodar
0-1 Fedor Smolov (´11)
1-1 Baye Oumar Niasse (´18)
2-1 Alan Kasaev (´56)

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá FC Krasnodar þegar liðið heimsótti Lokomotiv Moskva í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Fedor Smolov kom Krasnodar yfir snemma leiks en heimamenn svöruðu aðeins sjö mínútum síðar. Alan Kasaev tryggði svo sigur Lokomotiv með marki eftir tæplega klukkutíma leik.

Ragnar og félagar eru í 8.sæti deildarinnar eftir sjö umferðir en þetta var annað tap liðsins á tímabilinu.

Ragnar er í landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan og verður væntanlega í eldlínunni í Amsterdam næstkomandi fimmtudag.
Athugasemdir
banner