sun 30. ágúst 2015 17:24
Arnar Geir Halldórsson
Þýskaland: Aron Jó á skotskónum í sigri
Aron Jó fagnar marki sínu í dag
Aron Jó fagnar marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
Werder Bremen 2 - 1 Borussia Mönchengladbach
1-0 Aron Johannsson ('39 , víti)
1-1 Lars Stindl ('45 )
2-1 Jannik Vestergaard ('53 )
2-1 Felix Kroos ('88 , Misnotað víti)
Rautt spjald:Granit Xhaka, Borussia M. ('87)

Seinni leik dagsins í þýsku Bundesligunni var að ljúka nú rétt í þessu þar sem Werder Bremen lagði Borussia Mönchengladbach.

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Werder Bremen og kom liðinu yfir á 39.mínútu með marki úr vítaspyrnu. Gestirnir jöfnuðu skömmu fyrir leikhlé og staðan í hálfleik 1-1.

Danski varnarmaðurinn Jannik Vestergaard kom heimamönnum aftur í forystu á 53.mínútu.

Aron var svo tekinn af velli á 70.mínútu og var því ekki innan vallar þegar Werder Bremen fékk aftur vítaspyrnu á 88.mínútu. Felix Kroos, yngri bróðir Toni Kroos, fór á punktinn en tókst ekki að skora.

Það kom þó ekki að sök þar sem leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Fyrsti sigur Werder Bremen á tímabilinu og Aron með sitt fyrsta mark í þýska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner