Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 30. ágúst 2016 11:11
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fyrst tókum við EM - Núna tökum við HM
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Kári Árnason átti gífurlega gott mót úti í Frakklandi
Kári Árnason átti gífurlega gott mót úti í Frakklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn er kominn í liðið á nýjan leik
Viðar Örn er kominn í liðið á nýjan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári er ekki í hópnum í þetta skiptið.
Eiður Smári er ekki í hópnum í þetta skiptið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er rétt tæp vika í að undankeppni HM 2018 hefist hjá íslenska karlalandsliðinu. Fyrsti andstæðingur eru hinir óútreiknanlegu Úkraínumenn.

Leikurinn verður mánudaginn 5. september kl. 18:45 á íslenskum tíma á NSK Olympiskyi leikvanginum í Kænugarði. Vegna ástandsins í austurhluta landslins og ótryggs ástands almennt þá verður leikið fyrir luktum dyrum. Er það frábært fyrir strákana okkar enda geta heimamenn verið ansi blóðheitir og af spjalli mínu við danska stuðningsmenn sem fóru nýlega til Kænugarðs þá víla þeir það ekkert fyrir sér að berja á gestkomandi stuðningsmönnum.

Einnig tel ég að það sé frábært fyrir strákana okkar að byrja á þessum leik. Báðar þessar þjóðir voru með á EM í Frakklandi og þar gerðu strákarnir okkar betur og fóru lengra en Úkraínumenn sem gerðu engann veginn gott mót og hrundu út úr riðlakeppninni.

Það eru hættulegir menn í úkraínska liðinu eins og Ruslan Rotan, Yarmolenko og Konyoplanka sem er oft kallaður hinn úkraínski Messi.

Íslenski hópurinn er voðalega svipaður hópnum sem var út í Frakklandi sem er bara flott en þar er góður og samstilltur hópur. Kári Árnason átti alveg glimrandi EM ásamt Ragga og þeir munu spila þennan leik en eftir það gæti ég séð Sverrir Inga koma meira inn í þetta með Ragga enda Sverrir framtíðarmaður og stór hættulegur í föstum leikatriðum. Svo ég spái sama byrjunarliðinu og spilaði í Frakklandi.

Möguleikar Íslands í riðlinum eru alveg fínir og ef að menn halda áfram þar sem frá var horfið í komandi undankeppni þá væri hægt að hugsa þetta sem þannig að lágmark væri að vinna alla heimaleiki og útileikina við Finna og Kósóva. Sjá svo til hvað fæst á útivöllum við Úkraínu, Króatíu og Tyrkland. Það væru alla vega 21 stig sem ætti að vera nóg til að tryggja umspil en gæti jafnvel dugað til sigurs í riðlinum. Ég veit að þetta eru býsna miklar kröfur en í dag erum við einfaldlega komin á þannig stað og með það gott lið að við eigum að geta gert kröfur. Þessir leikmenn hafa líka sýnt það að þeir standi undir kröfum og skipa besta landslið sem við Íslendingar höfum nokkurn tímann átt.

Lars er farinn, Helgi er kominn en Heimir er þarna ennþá og reynslumeiri eftir samstarf sitt við Lars. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að Heimir hafi lært mikið af Svíanum reynda og hann sé þroskaðri sem þjálfari fyrir vikið. Einnig er hann að vinna með svo frábærum strákum sem leggja sig alla 100% í þetta og vilja bara vinna og hafa trú á því!

Stuðningurinn sem byrjaði að byggjast upp í undankeppni HM í Brasilíu árið 2014 og hélt áfram í undankeppninni á eftir áður en hann náði sögulegu hámarki á sumrinu sem Ísland vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar á EM í Frakklandi verður að halda áfram. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum vér. Klæðum okkur öll í blátt og látum vel í okkur heyra!

Ég er tilbúinn fyrir HM. Áfram Ísland!

Pétur Orri Gíslason, stuðningsmaður Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner