Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 30. ágúst 2016 19:36
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kolbeinn: Ekki hægt að segja nei við Galatasaray
Kolbeinn er mættur til Tyrklands.
Kolbeinn er mættur til Tyrklands.
Mynd: Heimasíða Galatasaray
Kolbeinn Sigþórsson er búinn að fara í sitt fyrsta viðtal sem leikmaður Galatasaray en það var við heimasíðu félagsins.

Framherjinn er fairnn á lán til tyrneska risans en hann er ennþá samningsbundinn Nantes en Galatasaray hefur þó forkaupsrétt á honum eftir tímabilið.

Kolbeinn er himinlifandi með að vera kominn til Tyrklands.

„Ég er mjög ánægður. Galatasaray er stórt félag með mikla sögu. Ég er glaður að vera hérna. Þetta tók ekki langan tíma. Ég frétti af áhuga félagsins á sunnudaginn og hér er ég nú," sagði Kolbeinn.

„Það var ekki hægt að segja nei við Galatasaray. Ég er mjög spenntur og hlakka til að hitta liðsfélagana og starfsfólk félagsins en ég er sérstaklega spenntur að hitta stuðningsmennina."



Athugasemdir
banner
banner
banner