Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 30. ágúst 2016 09:30
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Viðar Örn: Erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu
Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Björnsson faðir hans eftir undirskriftina í Ísrael.
Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Björnsson faðir hans eftir undirskriftina í Ísrael.
Mynd: .
Viðar í myndatöku eftir undirskrift.
Viðar í myndatöku eftir undirskrift.
Mynd: .
Jordi Cruyff, Viðar og Ólafur Garðarsson umboðsmaður.
Jordi Cruyff, Viðar og Ólafur Garðarsson umboðsmaður.
Mynd: Kjartan Björnsson
Mynd: Kjartan Björnsson
„Klukkan 4 í nótt vorum við búnir að klára allt," sagði Viðar Örn Kjartansson við Fótbolta.net í dag. Viðar Örn skrifaði í nótt undir fjögurra ára samning við Maccabi Tel Aviv í Ísrael en hann kemur til félagsins frá Malmö.

„Samningurinn er flottur og líklega sá besti sem ég hef fengið. Það hjálpar til en það sem heillaði mig mest er að spila í Evrópudeildinni. Þeir fóru í riðlakeppnina í Meistaradeildinni í fyrra eftir að hafa slegið Basel út. Núna fóru þeir í Evrópudeildina. Þetta er félag sem á fast sæti í Evrópu og það er rosalegur gluggi fyrir leikmenn. Það heillaði mig mikið."

Viðar er markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni í augnablikinu þar sem Malmö er á toppnum í titilbaráttu. Hann segir erfitt að fara frá Malmö núna.

„Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu. Ég er að fara frá frábærum klúbb sem er með háleit markmið og er ekki á slæmum stað. Það hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum og það gerir ákvörðunina ennþá erfiðari."

Malmö var með háan verðmiða
Mörg önnur félög höfðu sýnt Viðari áhuga en Malmö hafði ekki áhuga á að selja hann nema fyrir háa upphæð. Talið er að Viðar hafi verið seldur á 3,5 milljónir evra.

„Malmö var með háa verðmiða á mér og hafði sagt nei við mörgum tilboðum úr deildum sem eru nær okkur. Félagið fékk virkilega gott tilboð frá Maccabi á endanum og þeir þurftu að segja já við því. Ég var ekkert að hugsa um að fara en þá fór ég að skoða þetta betur."

„Ég er núna í miklu betri glugga til að fara í annað lið eftir tímabilið. Eftir tímabilið í Svíþjóð ferðu í frí og spilar ekki fótbolta í tvo mánuði. Þú vilt ekki taka sénsinn og vonast eftir að vera keyptur, þú þarft að grípa tækifærið þegar svona tækifæri gefast."


Vissi lítið um Ísrael
Viðar fór til Ísrael í gær til að skoða aðstæður og endaði á að skrifa undir áður en hann fór að sofa í nótt.

„Ég vissi að það gætu orðið hreyfingar í glugganum. Þetta lið var búið að sýna áhuga lengi og þeir voru ekki að grínast því þeir komu með tilboð þangað til að það var samþykkt. Við ákváðum að kíkja á landið og skoða aðstæður. Maður les bara fréttir um Ísrael og veit voðalega lítið. Maður heldur að allt sé morandi í stríðum en það er fjarri lagi. Þetta er glæsileg borg. Við ræddum við þjálfara og skoðuðum aðstæður og síðan þurfti maður að taka ákvörðun,"

„Þegar ég kom í gær, þá var ég ekki búinn að taka ákvörðun. Ég er ekki að fara úr liði þar sem gengur illa svo þetta var mjög erfið ákvörðun sem maður þurfti að taka. Eftir að hafa rætt við alla hjá félaginu og þjálfarann sérstaklega, þá taldi ég að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Þetta er glæsilegur klúbur."


Tólf landsliðsmenn í liðinu
Maccabi Tel Aviv er sögufrægt félag en það vann deildina í Ísrael 2013, 2014 og 2015. Liðið endaði svo í öðru sæti í fyrra. Viðar er búinn að kynna sér deildina í Ísrael aðeins.

„Ég fór í smá rannsóknarvinnu um deildina og sá að þetta er fínasta deild. Þetta er sterkari en allar deildirnar á Norðurlöndunum og þetta er svipað kannski eins og í löndum eins og Austurríki og Tékklandi. Það eru 4-5 fín lið en hin eru ekki alveg jafn góð."

Yossi Benayoun og Tal Ben Ham eru þekktustu nöfnin í leikmannahópi Maccabi en þeir léku báðir um árabil í ensku úrvalsdeildini.

„Það voru einu nöfnin sem ég þekkti. Það eru tólf landsliðsmenn núna í liðinu og þeir sögðu mér að þeir hafa keypt flesta leikmennina sína núna úr La Liga. Það verður gaman að spila með þeim. Þetta er ný áskorun," sagði Viðar að lokum í viðtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner