Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 30. ágúst 2017 20:26
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Mörkin eitthvað vitlaust stillt hérna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir tap sinna manna gegn Fylki í Inkassodeildinni í kvöld. Gunni segir að sínir menn hafi átt meira skilið út úr leiknum.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Fylkir

„Ég var bjartsýnn allan leikinn. Mér fannst við eiginlega betri allan tímann. Við vorum að ógna þeim töluvert, þeir refsa okkur tvisvar og eiga eitt skot fyrir utan annars eiga þeir færi í leiknum."

„Það er það sem er að gera okkur óleik í dag, liðið spilaði vel og var þétt og við eigum skot í slá. Þau eru eittvað vitlaust stillt mörkin hérna held ég, við skjótum 2-3 í slá í hverjum leik."

„Ég er ánægður með strákana og liðið. Við skildum allt eftir á vellinum og gæðin voru líka til staðar svo það er ekki hægt að biðja um neitt annað."

Selfyssingar hafa aðeins unnið tvo heimaleiki í deildinni meðan að útisigrarnir hafa verið fimm talsins.

„Það skiptir ekki máli hvort það sé heima eða að heiman þú vilt bara vinna leiki. Við erum búnir að vinna 7 leiki núna, unnum 6 í fyrra. Það væri gaman að taka 8 eða 9 sigurleiki, við héldum að 8. væri að koma í dag."
Athugasemdir
banner