Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. september 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
FH og Breiðablik eiga flesta atvinnumenn erlendis
Hér má sjá hvað hvert félag á marga atvinnumenn.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Hér má sjá hvað hvert félag á marga atvinnumenn. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: DV
Breiðablik og FH eiga flesta atvinnumenn erlendis samkvæmt úttekt DV í dag.

Hvort félag hefur alið upp sjö leikmenn sem í dag uppfylla þau skilyrði að hafa knattspyrnu að atvinnu með A-liði á erlendri grund og hafa leikið landsleik fyrir Íslands hönd með U-21 árs eða A-landsliðinu. Samtals eru leikmennirnir sem uppfylla þessi skilyrði 59.

Í úttekt DV er bara horft til þeirra sem í dag leika með aðalliði erlendis og hafa spilað landsleik. Þá eru ekki taldir með leikmenn sem kunna að spila með liðum í neðri deildum á erlendri grund.

Langflestir ­íslenskir atvinnumenn í knattspyrnu, eða þrír af hverjum fjórum, leika á Norðurlöndunum. Aðeins fjórðungur leikur utan Norðurlandanna þriggja; Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Flestir leika í Noregi, 18 talsins, 14 leika í Svíþjóð og 12 í Danmörku. Fjórir eru á Englandi og þrír í Hollandi og Ítalíu. ­Tveir leika, merkilegt nokk, í Rússlandi og einn á Spáni, á Indlandi og í Belgíu.

Fjórir markverðir eru á listanum, 17 varnarmenn, 21 miðjumaður og 17 sóknarmenn.

Smelltu hér til að lesa nánar um málið á vef DV
Athugasemdir
banner
banner
banner