Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. september 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hjörtur lagði upp í stórsigri Jong PSV
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jong PSV 5 - 1 Den Bosch
1-0 C. Leemans ('16, víti)
2-0 E. van Overbeek ('36)
3-0 M. Rayhi ('43)
4-0 A. Boljevic ('48)
5-0 J. de Wijs ('65)
5-1 B. Maguire ('76, víti)
Rautt spjald: E. Kabashi, Den Bosch ('90)

Hjörtur Hermannsson er byrjunarliðsmaður hjá Jong PSV, varaliði PSV Eindhoven sem leikur í næstefstu deild í Hollandi.

Hjörtur lék allan leikinn og lagði upp mark þegar liðið vann Den Bosch með fimm mörkum gegn einu.

Hjörtur átti góðan leik í stöðu hægri bakvarðar og tímaspursmál hvenær þessi bráðefnilegi, 19 ára piltur fer að gera tilkall til byrjunarliðssætis hjá aðalliði PSV.

Jong PSV er um miðja deild með 10 stig eftir 8 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner