Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. september 2014 17:11
Elvar Geir Magnússon
Hummels: Fæ alveg nægilega góð laun hjá Dortmund
Gylliboð frá Man Utd og Barcelona freista ekki Hummels.
Gylliboð frá Man Utd og Barcelona freista ekki Hummels.
Mynd: Getty Images
Mats Hummels, varnarmaður Borussia Dortmund, segist vera í „einstakri" stöðu hjá þýska félaginu. Hann hefur verið orðaður við stórlið utan Þýskalands þar sem hann myndi fá mun hærri laun. Má þar nefna Manchester United, Real Madrid og Barcelona.

„Það er gaman að heyra frá því þegar stór félög eru hrifin af því sem maður gerir og hafi áhuga. Ég tek því sem hrósi en það hefur ekki önnur áhrif á mig. Ég hef nægilega góðar tekjur hérna í Dortmund," segir Hummels.

„Það verða alltaf félög sem geta borgað meira en Dortmund en félagið hefur tekið mörg skref fram á við síðan ég kom hinga. Ég er mjög sáttur. Ef ég mun einn daginn byrja að hugsa út í það að spila erlendis þá verða peningar ekki ástæðan fyrir því. Ég hugsa ekkert út í svona hluti, það eru möguleika á svo miklu hérna."

Hummels segist vel geta séð sig spila fyrir Dortmund út ferilinn.

„Það eru margir frábærir leikmenn sem léku aðeins fyrir eitt félag allan ferilinn. Paolo Maldini hjá Milan og Steven Gerrard eru þar dæmi. Ég hefði samgleðst Gerrard rækilega ef hann hefði unnið meistaratitilinn með Liverpool," segir Hummels.
Athugasemdir
banner
banner