þri 30. september 2014 07:00
Magnús Már Einarsson
Lokahóf hjá Dalvík/Reyni, Leikni F, Kríu, Stál-úlfi
Steinþór var bestur hjá Dalvík/Reyni.
Steinþór var bestur hjá Dalvík/Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristófer Páll var efnilegastur hjá Leikni Fáskrúðsfirði.
Kristófer Páll var efnilegastur hjá Leikni Fáskrúðsfirði.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Verðlaunahafar á lokahófi Stál-úlfs.
Verðlaunahafar á lokahófi Stál-úlfs.
Mynd: Getty Images
Lokahóf Dalvíkur/Reynis fór fram á dögunum. Þar var markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson valinn bestur og Sindri Ólafsson efnilegastur.

Leiknir Fáskrúðsfirði komst upp í 2. deild á dögunum. Á lokahófi félagsins var Hector Pena Bustamante valinn bestur og Kristófer Páll Viðarsson efnilegasur.

Lokahóf Knattspyrnufélagsins Kríu á Seltjarnarnesi var haldið í fyrrakvöld en liðið tók þátt í 4. deild Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sumar. Garðar Guðnason var kjörinn leikmaður ársins en kosningin var afar jöfn og spennandi. Garðar er líkt og aðrir leikmenn Kríu uppalinn Gróttumaður og er hann leikjahæsti leikmaður Gróttu frá upphafi.

Pétur Rögnvalsson var markakóngur sumarsins og þá var Siguður Kristinn Ingimarsson valinn hrökkbrauð ársins eftir að hafa rifið liðþófa í upphitun. Loks voru þeir Óskar Kristjánsson og Kári Björn Ólason valdir apaheilar ársins.

Lokahóf Stál-úlfs fór fram laugardaginn 20. september í Karaoke Sportbarnum í Reykjavík. Þar var Egill Örn Egilsson valinn bestur, Guðmundur Sindri Hafliðason var valinn mikillvægastur, Hörður Jens Guðmundsson var markakóngur, Nemanja Pjévic var efnilegastur og Sebastian Józef Zmarzly fékk svokölluð „Sportsmanship“ verðlaun.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] ef þið hafið upplýsingar um verðlaunahafa á lokahófi hjá einhverju félagi.

1. deild karla:

Þróttur:
Bestur: Ragnar Pétursson
Efnilegastur: Hreinn Ingi Örnólfsson

Víkingur Ólafsvík:
Bestur: Tomasz Luba
Efnilegastur: Kristófer Reyes

Grindavík:
Bestur: Daníel Leó Grétarsson
Efnilegastur: Hákon Ívar Ólafsson

HK:
Bestur: Beitir Ólafsson
Efnilegastur: Jón Dagur Þorsteinsson

KA:
Bestur: Srdjan Rajkovic
Efnilegastur: Ævar Ingi Jóhannesson

BÍ/Bolungarvík:
Bestur: Matthías Króknes Jóhannsson
Efnilegust: Elmar Atli Garðarsson

2. deild karla:

Fjarðabyggð:
Bestur: Stefán Þór Eysteinsson
Efnilegastur: Emil Stefánsson

ÍR:
Bestur: Magnús Þór Magnússon
Efnilegastur: Reynir Haraldsson

Dalvík/Reynir:
Bestur: Steinþór Már Auðunsson
Efnilegastur: Sindri Ólafsson

Ægir:
Bestur: Róbert Rúnar Jack
Efnilegastur: Halldór Kristján Baldursson

Reynir S.
Bestur: Árni Björn Höskuldsson
Efnilegastur: Kristófer Máni Sigursveinsson

Völsungur:
Bestur: Bjarki Baldvinsson
Efnilegastur: Elvar Baldvinsson

3. deild karla:

ÍH:
Bestur: Sindri Örn Steinarsson

KFR:
Bestur: Helgi Ármannsson
Efnilegastur: Viðar Gauti Önundarsson

Leiknir F.
Bestur: Hector Pena Bustamante
Efnilegastur: Kristófer Páll Viðarsson

4. deild karla:

Árborg:
Bestur: Tómas Kjartansson

Kría:
Bestur: Garðar Guðnason

Stál-úlfur:
Bestur: Egill Örn Egilsson
Efnilegastur: Nemanja Pjévic

Örninn:
Bestur: Victor Jes Ingvarsson Backman
Efnilegastur: Hrólfur Vilhjálmsson

1. deild kvenna:

BÍ/Bolungarvík:
Best: Hildur Hálfdánardóttir
Efnilegust: Helga Þórdís Björnsdóttir

Fjarðabyggð:
Best: Alexandra Sæbjörg Hearn
Efnilegust: Elín Huld Sigurðardóttir

Grindavík:
Best: Bentína Frímansdóttir
Efnilegust: Helga Kristinsdóttir

Víkingur Ó.
Best: Zaneta Wine
Efnilegust: Irma Gunnþórsdóttir

Völsungur:
Best: Berglind Kristjánsdóttir
Efnilegust: Jana Björg Róbertsdóttir

Þróttur:
Best: Valgerður Jóhannsdóttir
Efnilegust: Bergrós Lilja Jónsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner