Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. september 2014 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique: Messi er númer 1 í að verjast
Luis Enrique furðar sig á því að ekki sé talað um hve mikilvægur Lionel Messi er í varnarleiknum.
Luis Enrique furðar sig á því að ekki sé talað um hve mikilvægur Lionel Messi er í varnarleiknum.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er búinn að skora 401 mark á ferlinum eftir tvennu gegn Granada um helgina en Luis Enrique, þjálfari Barcelona, telur Messi einnig vera besta varnarmann liðsins.

Barcelona er búið að vinna fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni án þess að fá á sig mark og trónir á toppi deildarinnar með 16 stig og markatöluna 17-0.

,,Hann er áhrifamikill leikmaður á öllum sviðum vegna þess að hann getur skorað og sent boltann," sagði Enrique.

,,Hann er einnig mjög ákveðinn leikmaður og ég tel hann vera númer 1 þegar það kemur að því að verjast og detta til baka.

,,Þó að fólk tali mun minna um þann part leikstíls hans þá er hann gríðarlega góður í því."


Messi er aðeins búinn að skora fimm deildarmörk á tímabilinu en Cristiano Ronaldo er kominn með tíu. Þá er Neymar búinn að skora sex og Gareth Bale fjögur.
Athugasemdir
banner
banner
banner