Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 30. september 2014 20:39
Alexander Freyr Tamimi
Meistaradeildin: PSG vann Barca - Chelsea sigur í Portúgal
PSG vann góðan sigur gegn Barcelona.
PSG vann góðan sigur gegn Barcelona.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Chelsea fagna marki Nemanja Matic.
Leikmenn Chelsea fagna marki Nemanja Matic.
Mynd: Getty Images
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag, er spilað var frá riðlum E til H.

Stórleikur kvöldsins stóðst svo sannarlega væntingar, en Paris Saint-Germain vann 3-2 sigur gegn Barcelona í hörkuleik á Parc des Princes.

David Luiz kom PSG yfir á 10. mínútu en einungis mínútu síðar hafði Lionel Messi jafnað metin. Marco Verratti sá þó til þess að heimamenn fóru með forystu inn í leikhlé, 2-1.

Blaise Matuidi tvöfaldaði svo forystu PSG á 54. mínútu, en tveimur mínútum síðar minnkaði Neymar muninn. Nær komst Barcelona þó ekki og lokatölur 3-2 PSG í vil.

Chelsea vann góðan 1-0 sigur gegn Sporting þegar liðin mættust í Portúgal. Eina mark leiksins skoraði Nemanja Matic eftir rúman hálftíma. Á sama tíma gerðu Schalke og Maribor 1-1 jafntefli.

Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn í svekkjandi 1-1 jafntefli Ajax gegn APOEL frá Kýpur á útivelli. Lucas Andersen skoraði mark Ajax, en Kolbeinn fékk að líta gula spjaldið skömmu fyrir leikslok.

Manchester City gerði 1-1 jafntefli við Roma þegar liðin mættust á Englandi. Sergio Aguero kom City yfir strax á 4. mínútu úr vítaspyrnu, en goðsögnin Francesco Totti jafnaði metin fyrir Roma tæpum 20 mínútum síðar og þar við sat.

Þá átti Porto gersamlega ótrúlega endurkomu gegn Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Shakhtar var 2-0 yfir þegar 89 mínútur voru liðnar en Jackson Martinez jafnaði metin með tveimur mörkum.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Manchester City 1 - 1 Roma
1-0 Sergio Aguero ('4 , víti)
1-1 Francesco Totti ('23 )

CSKA 0 - 1 Bayern (Fyrr í dag)
0-1 Thomas Muller ('22 , víti)

Paris Saint Germain 3 - 2 Barcelona
1-0 David Luiz ('10 )
1-1 Lionel Andres Messi ('11 )
2-1 Marco Verratti ('26 )
3-1 Blaise Matuidi ('54 )
3-2 Neymar ('56 )


APOEL 1 - 1 Ajax
0-1 Lucas Andersen ('28 )
1-1 Gustavo Manduca ('31 , víti)


Sporting 0 - 1 Chelsea
0-1 Nemanja Matic ('34 )


Schalke 04 1 - 1 Maribor
0-1 Damjan Bohar ('37 )
1-1 Klaas Jan Huntelaar ('56 )


Shakhtar D 2 - 2 Porto
1-0 Alex Teixeira ('52 )
2-0 Luiz Adriano ('85 )
2-1 Jackson Martinez ('89, víti )
2-2 Jackson Martinez ('90 )


BATE 2 - 1 Athletic
1-0 Denis Polyakov ('19 )
2-0 Aleksandr Karnitskiy ('41 )
2-1 Aritz Aduriz ('45 )


Athugasemdir
banner
banner