Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. september 2014 09:33
Elvar Geir Magnússon
Miðar á FH - Stjarnan ekki seldir á leikdegi
Almenn forsala hefst á fimmtudag
Stjarnan fær miða í hluta aðalstúkunnar.
Stjarnan fær miða í hluta aðalstúkunnar.
Mynd: FH
Hörðustu stuðningsmenn FH verða í miðri norðurstúkunni.
Hörðustu stuðningsmenn FH verða í miðri norðurstúkunni.
Mynd: FH
Almenn forsala á stórleik FH og Stjörnunnar hefst í Kaplakrika fimmtudagsmorguninn 2. október kl. 09:00 og er opin til kl 19:00 fimmtudag og föstudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FH.

Fjöldi sæta í stúku eru einungis um 3000 og heildarfjöldi miða í boði verður að hámarki um 6000. Það borgar sig að tryggja sér miða í tíma en engin miðasala verður á leikdag.

Um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn en FH dugir jafntefli til að tryggja sér titilinn. Búist er við mikilli aðsókn á leikinn.

Miðaverð er 1.500 krónur. Börn 11 ára og yngri fá frítt í stæði í fylgd með fullorðnum. Athugið samt að sækja þarf miða fyrirfram sökum takmarkaðs fjölda miða.

Bakhjarlar og iðkendur FH geta nálgast miða í dag og á morgun. Stjarnan fær úthlutað 1000 miðum til sölu til sinna áhangenda frá og með miðvikudeginum 1. október. Það eru sæti í stúku og stæði

„Við erum með um þrjú þúsund manns í sæti og við gerum ráð fyrir því að það komist að minnsta kosti þrjú þúsund manns í stæði,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner