þri 30. september 2014 22:51
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho: Örlögin eru í okkar höndum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að örlög liðsins í Meistaradeildinni séu í þeirra eigin höndum eftir 1-0 sigur gegn Sporting í kvöld.

Mark frá Nemanja Matic dugði til að Chelsea fengi stigin þrjú og er liðið nú með fjögur stig eftir 1-1 jafntefli gegn Schalke í fyrsta leik.

,,Nú stjórnum við okkar eigin örlögum. Nú eigum við tvo leiki gegn Maribor," sagði Mourinho við Sky Sports.

,,En við verðum að vara okkur, því Maribor er með tvö stig. Þeir töpuðu ekki í Þýskalandi og þeir töpuðu ekki gegn Sporting, svo að Maribor er lið sem við verðum að fara okkur á."

,,En sannleikurinn er sá að næsti leikur er á Stamford Bridge. Ef okkur tekst að vinna þá erum við komnir með sjö stig, sem er ekki nóg, en gefur okkur öryggisnet."

Athugasemdir
banner
banner
banner