þri 30. september 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Öllum keppnum í liðsíþróttum frestað í Grikklandi
Mynd: Getty Images
Kostas Katsoulis, 46 ára gamall stuðningsmaður þriðjudeildarliðsins Ethinikos Piraeus, lést í gær eftir átök við stuðningsmenn Irodotos þann 15. september.

Maðurinn náði sér ekki af þeim alvarlegu áverkum sem hann hlaut á höfði og hefur gríska ríkisstjórnin brugðist við andlátinu með því að fresta leikjum næstu helgar í öllum liðsíþróttum.

,,Sem lítið virðingartákn við minningu Kostas Katsoulis, sem lést í dag af völdum ofbeldis knattspyrnuáhugamanna, hefur ákvörðun verið tekin af menningar- og íþróttamálaráðherra landsins, Giannis Adrianos, að fresta öllum liðsíþróttaleikjum sem eiga að fara fram næstu helgi," stendur í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni.

Ákvörðunin veldur því, meðal annars, að sjöttu umferð grísku efstu deildarinnar verður frestað, rétt eins og bikarleikjum í gríska körfuboltanum og annari umferð efstu deildar í handbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner