Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. september 2014 22:18
Alexander Freyr Tamimi
Pellegrini: Næstu leikir ráða því hvort við förum áfram
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Útlitið er ansi svart fyrir Manchester City eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Roma í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld, en liðið er einungis með eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum.

Manuel Pellegrini, stjóri liðsins, hefur þó ekki misst trúna á því að liðið fari upp úr riðlinum.

,,Stig á heimavelli er kannski aldrei gott en við verðum líka að íhuga það að við mættum mjög sterku liði sem er á góðu skriði," sagði Pellegrini eftir leikinn.

,,Jafntefli var niðurstaðan og það fer eftir næstu leikjum hvort við förum áfram eða ekki. Eitt stig af sig er dræm uppskera en við erum bara þremur stigum á eftir Roma. Ég vona að við vinnum næsta leik í Rússlandi og svo sjáum við hvað gerist í hinum leiknum."
Athugasemdir
banner
banner