Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. september 2014 18:30
Alexander Freyr Tamimi
Rodgers neitar því að Sakho sé í agabanni
Sakho er ekki í agabanni, heldur er hann meiddur.
Sakho er ekki í agabanni, heldur er hann meiddur.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að varnarmaðurinn Mahmadou Sakho sé ekki í agabanni.

Því var haldið fram að miðvörðurinn sterki hefði verið settur í agabann eftir að hann rauk burt af Anfield þegar honum var tilkynnt að hann yrði ekki í hóp gegn Everton um síðustu helgi.

Strax var farið að fjalla um framtíð Sakho og því var jafnvel kastað fram að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool.

Rodgers segir hins vegar að meiðsli séu ástæðan fyrir því að hann hafi ekki farið með liðinu til Sviss í leik gegn Basel í Meistaradeildinni.

,,Sakho meiddist á æfingu, hann fann fyrir einhverju í mjöðminni. Hann fór í skoðun og verður fjarri næstu tvær til þrjár vikur," sagði Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Basel.

,,Við höfum rætt saman, hann veit að hann gerði mistök og hann baðst afsökunar. Við höldum áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner