þri 30. september 2014 20:53
Alexander Freyr Tamimi
Totti sló met Ryan Giggs í Meistaradeildinni í kvöld
Francesco Totti fagnar marki sínu í kvöld.
Francesco Totti fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Francesco Totti sló met í kvöld þegar hann skoraði eina mark Roma í 1-1 jafntefli liðsins gegn Manchester City á Etihad leikvangnum.

Þessi ítalska knattspyrnugoðsögn er nú elsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar, en hann hélt upp á 38 ára afmæli sitt síðastliðinn laugardag.

Totti tók fram úr Manchester United goðsögninni Ryan Giggs í kvöld, í hans heimaborg, en Giggs var 37 ára og 290 daga gamall þegar hann skoraði síðast í Meistaradeildinni.

Þess má geta að miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona sló einnig met í Meistaradeildinni í kvöld, en hann spilaði sinn 143. leik í þessari virtu keppni og hefur enginn gert betur.
Athugasemdir
banner
banner
banner