Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. september 2014 12:23
Magnús Már Einarsson
U21 árs lið Dana gegn Íslandi - Scholz og Cornelius í hóp
Fimm ekki valdir sem eru gjaldgengir
Alexander Scholz er í danska hópnum.
Alexander Scholz er í danska hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Andreas Cornelius.
Andreas Cornelius.
Mynd: Getty Images
Jess Thorup hefur valið danska U21 árs landsliðshópinn sem mætir Íslandi í umspili um sæti á EM í næsta mánuði.

Fyrri lekurinn fer fram í Álaborg 10. október en sá síðari verður á Laugardalsvelli 14. október.

Christian Eriksen (Tottenham), Pierre-Emile Højbjerg (FC Bayern), Nicolai Boilesen (Ajax), Uffe Bech (FC Nordsjælland) og Yussuf Poulesen (Leipzig) eru ekki í hópnum þrátt fyrir að vera gjaldgengir en þeir verða væntanlega allir í danska A-landsliðinu.

Andreas Cornelius, framherji FC Kaupmannahafnar, er hins vegar í U21 árs hópnum en hann hefur einnig verið viðloðandi A-landsliðið. Cornelius fór aftur til FCK fyrr á árinu eftir stutt stopp hjá Cardiff.

Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, er einnig í hópnum.

Danski hópurinn
David Jensen, FC Nordsjælland
Jakob Busk, AC Horsens
Alexander Scholz, Lokeren
Andreas Christensen, Chelsea
Frederik Sørensen, Juventus
Jannik Vestergaard, Hoffenheim
Jens Jønsson, AGF
Jonas Knudsen, Esbjerg
Jores Okore, Aston Villa
Riza Durmisi, Brøndby
Jeppe Andersen, Esbjerg
Lasse Vigen, Fulham
Lucas Andersen, Ajax
Andrew Hjulsager, Brøndby
Nicolaj Thomsen, AaB
Danny Amankwaa, FC Kaupmannahöfn
Yussuf Toutouh, FC Kaupmannahöfn
Andreas Cornelius, FC Kaupmannahöfn
Athugasemdir
banner
banner
banner