Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. september 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van Persie: Við munum enda meðal efstu liða
Mynd: Getty Images
Robin van Persie er bjartsýnn á framtíð Manchester United og telur liðið geta náð meistaradeildarsæti á tímabilinu þrátt fyrir slæma byrjun.

Man Utd er með átta stig eftir sex umferðir, aðeins tveimur stigum minna en Arsenal og þremur stigum minna en ríkjandi meistarar Manchester City.

,,Markmiðið er að ná meistaradeildarsæti. Við höfum frábæran knattspyrnustjóra, frábært starfslið og frábæra stuðningsmenn," sagði Persie.

,,Það er allt til staðar. Ég held að við getum barist við bestu liðin og við munum gera það. Bara ég og Daley Blind vitum hvernig Louis van Gaal starfar.

,,Hann er að reyna að koma hugmyndafræði sinni til margra nýrra leikmanna og það tekur tíma. Hann vill að leikmennirnir taki þátt í liðsfundum og segi frá sinni skoðun á því sem gengur vel eða illa.

,,Við sýndum það um helgina að við getum unnið erfiða leiki. Við þurftum að spila heilan hálfleik manni færri en það var magnað að sjá leikmennina berjast fyrir hvorn annan og uppskera sigur."

Athugasemdir
banner
banner
banner