Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 30. september 2014 20:46
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sunnlenska.is 
Zoran Miljkovic ráðinn þjálfari Selfoss á ný (Staðfest)
Zoran er tekinn við Selfossi.
Zoran er tekinn við Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zoran Miljkovic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu á nýjan leik, en þetta kemur fram á Sunnlenska.is.

Zoran er að góðu kunnur á Selfossi, þar sem hann þjálfaði liðið árin 2007 og 2008 við góðan orðstír. Undir hans stjórn fór Selfoss upp úr 2. deild árið 2007 og endaði í þriðja sæti í 1. deild árið 2008.

Þá kemur fram í tilkynningu frá stjórn knattspyrnudeildar Selfyssinga að tveir fyrrverandi leikmenn liðsins, reynsluboltarnir Jón Steindór Sveinsson og Sævar Þór Gíslason, verði ásamt Zoran í þjálfarateyminu.

Jón Steindór var fyrirliði liðsins árum saman og Sævar Þór er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Aðstoðarþjálfari verður ráðinn sérstaklega og verður tilkynnt um ráðningu hans á næstu dögum.

Zoran Miljkovic er fæddur í Serbíu árið 1965. Hann er sigursælasti erlendi leikmaðurinn sem spilað hefur á Íslandi og varð Íslandsmeistari fimm ár í röð með ÍA og ÍBV. Zoran er með UEFA-A þjálfaragráðu og þjálfaði í Serbíu eftir að hann hætti að spila.
Athugasemdir
banner
banner
banner