fös 30. september 2016 21:43
Elvar Geir Magnússon
Lið ársins og bestu menn í 2. deild 2016
Jón Gísli Ström er leikmaður ársins.
Jón Gísli Ström er leikmaður ársins.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
ÍR vann 2. deildina.
ÍR vann 2. deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Addó er þjálfari ársins.
Addó er þjálfari ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld var lið ársins í 2. deild karla opinberað í Pedersen svítunni, Gamla bíói. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2016:
Magnús Þór Magnússon - ÍR

Halldór Arnarsson - ÍR
Guðmundur Marteinn Hannesson - Grótta
Björn Anton Guðmundsson - ÍR
Arnór Breki Ásþórsson - Afturelding

Orri Freyr Hjaltalín - Magni
Kristinn Justiniano Snjólfsson - Sindri
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban - Afturelding

Viktor Segatta - Grótta
Jón Gísli Ström - ÍR
Jóhann Þórhallsson - Völsungur



Varamannabekkur:
Stefán Ari Björnsson - Grótta
Einar Marteinsson - Afturelding
Mirza Hasecic - Sindri
Kristján Ómar Björnsson - ÍR
Ernir Bjarnason - Vestri
Viktor Örn Guðmundsson - KV
Sergine Modou Fall - ÍR

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Jack Norton (Sindri), Bergsteinn Magnússon (Afturelding), Sigurður Hrannar Björnsson (Fram).
Aðrir leikmenn Sigurvin Reynisson (Grótta), Jovan Kujundzic (Höttur), Daniel Osafo-Badu (Vestri), Pétur Theódór Árnason (Grótta), Trausti Björn Ríkharðsson (ÍR), Hreggviður Heiðberg Gunnarsson (Magni), Ekrem Hodzic (Sindri), Auðun Helgason (Sindri), Dagur Guðjónsson (Grótta), Kristján Sigurólason (Magni), Kristinn Jens Bjartmarsson (Afturelding), Þorsteinn Jóhannsson (ÍR), Jakob Hafsteinsson (Magni), Paul Bodgan Nicolescu (Ægir), Andri Fannar Freysson (Njarðvík), Brynjar Árnason (Höttur), Magnús Már Einarsson (Afturelding), Styrmir Erlendsson (ÍR), Bjarki Baldvinsson (Völsungur), Jonathan Hood (Ægir), Enok Eiðsson (Grótta), Sólon Breki Leifsson (Vestri).



Þjálfari ársins: Arnar Þór Valsson - ÍR
ÍR var langbesta lið 2. deildarinnar í ár og vann deildina með yfirburðum. Addó er goðsögn í Mjóddinni en hann var lengi fyrirliði ÍR. Hann tók við Breiðholtsliðinu fyrir fjórum árum eftir að liðið féll úr 1. deild og er nú búinn að koma því upp.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Úlfur Blandon (Grótta), Auðun Helgason (Sindri).

Leikmaður ársins: Jón Gísli Ström – ÍR
Ström-vélin endaði með 22 mörk í 21 leik fyrir ÍR-inga og var algjörlega óstöðvandi í fremstu víglínu. Uppalinn ÍR-ingur sem vinnur titilinn leikmaður ársins með miklum yfirburðum. Spennandi verður að sjá þennan leikmann í Inkasso-deildinni næsta sumar.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Orri Hjaltalín (Magni), Guðmundur Marteinn Hannesson (Grótta), Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding).

Efnilegastur: Ernir Bjarnason - Vestri
19 ára miðjumaður á láni frá Breiðabliki, var á láni hjá Fram í fyrra. Ákvað að taka slaginn fyrir vestan í ár og var í stóru hlutverki hjá Vestramönnum.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Mirza Hasecic (Sindri), Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding), Sigurvin Reynisson (Grótta), Sólon Breki Leifsson (Vestri), Agnar Guðjónsson (Vestri)

Molar:

- Jón Gísli Ström fékk öll möguleg atkvæði sem leikmaður ársins fyrir utan eitt.

- Tveir leikmenn fengu fullt hús í kjörinu í lið ársins; Jón Gísli Ström og Guðmundur Marteinn Hannesson.

- Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR, hafði mikla yfirburði í valinu á þjálfara ársins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner