Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 30. september 2016 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Fjórir leikir í röð án sigurs hjá Elmari og Birni
Theódór Elmar fékk gult spjald
Theódór Elmar fékk gult spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
OB 2 - 1 AGF
1-0 Frederik Tingager ('41 )
2-0 Rasmus Jönsson ('72 )
2-1 Mustafa Amini ('78 )

Þeir Björn Daníel Sverrisson og Theódór Elmar Bjarnason voru að venju í byrjunarliðinu hjá AGF frá Árósum í dag. Liðið heimsótti OB frá Óðinsvé í baráttuslag í dönsku Superligunni.

Það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel hjá AGF upp á síðkastið, en liðið hafði ekki unnið í þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag.

Nú eru komnir fjórir leikir án sigurs þar sem liðinu tókst ekki að sigra í dag heldur. Frederik Tingager kom OB yfir rétt fyrir leikhlé og á 72. mínútu bætti Rasmus Jönsson við marki. Ástralinn Mustafa Amini náði að klóra í bakkann fyrir AGF á 78. mínútu, en þar við sat.

Theódór Elmar spilaði allan leikinn hjá AGF og fékk gult spjald í uppbótartíma, en Björn Daníel var tekinn af velli þegar rúmur klukkutími var búinn af leiknum.

AGF er í níunda sæti í dönsku úrvalsdeildinni með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner