Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 30. september 2016 13:31
Magnús Már Einarsson
Laugardal
Íslenski landsliðshópurinn - Björn Bergmann inn fyrir Kolbein
Icelandair
Björn Bergmann er í hópnum.
Björn Bergmann er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Kolbeinn er fjarri góðu gamni.
Kolbeinn er fjarri góðu gamni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti nú rétt í þessu hópinn sem mætir Finnlandi og Tyrklandi á Laugardalsvelli. Leikurinn gegn Finnum er næstkomandi fimmtudag en leikurinn gegn Tyrkjum er sunnudaginn 9. október.

Kolbeinn Sigþórsson, framherji Galatasaray, verður ekki með í leikjunum tveimur vegna meiðsla en hann fór í aðgerð á hné fyrr í þessum mánuði.

Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í hópnum í fyrsta skipti síðan árið 2012 en hann kemur inn fyrir Kolbein. Björn Bergmann á einn landsleik að baki, gegn Kýpur 2011. Hann gaf ekki kost á sér í leiki árið 2012 og hefur ekkert komið við sögu síðan þá.

„Í ljósi þess að við missum Kolbein og Eið Smára og Jón Daði er tæpur þá þurftum við á honum að halda. Við hringdum í hann og hann ákvað að hjálpa okkur í þessu verkefni," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur einnig verið að glíma við meiðsli sem og þeir Emil Hallfreðsson og Jón Daði Böðvarsson. Þeir eru allir í hópnum.

Þar sem nokkrir leikmenn eru tæpir vegna meiðsla þá valdi Heimir 24 menn í stað 23. Ólafur Ingi Skúlason kemur einnig inn í hópinn í fyrsta skipti síðan í mars.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Ragnar Sigurðsson (Fulham)
Kári Árnason (Malmö)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Lokeren)
Haukur Heiðar Hauksson (AIK)
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg)

Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff City)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Birkir Bjarnason (FC Basel)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea City)
Theódór Elmar Bjarnason (AGF)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshopper-Club)
Arnór Ingvi Traustason (Rapid Vín)
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)

Sóknarmenn
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Jón Daði Böðvarsson (Wolves)
Viðar Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)
Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner