Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2016 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juan Mata ekki í spænska landsliðshópnum
Mata er ekki í spænska landsliðshópnum að þessu sinni
Mata er ekki í spænska landsliðshópnum að þessu sinni
Mynd: Getty Images
Juan Mata, leikmaður Manchester United á Englandi, er ekki í landsliðshópnum hjá Spánverjum sem mæta Ítalíu og Albaníu í undankeppni HM í næsta mánuði.

Hinn 28 ára gamli Mata var ekki í landsliðshópnum sem fór á EM í Frakklandi, en Julen Lopetegui, sem tók við liðinu eftir Evrópumótið, kallaði Mata aftur inn í hópinn eftir mótið.

Hann kom þó ekki við sögu þegar Spánn vann 2-0 í æfingaleik gegn Belgíu og þá var hann einnig ónotaður varamaður í 8-0 bursti gegn Liechtenstein í undankeppni HM.

Cesc Fabregas, miðjumaður Chelsea hefur ekki fengið sérstaklega mikið að spila í upphafi leiktíðar og hann er ekki í hópnum hjá Lopetegui að þessu sinni.

Hér að neðan má sjá hópinn sem spilar gegn Ítalíu á útivelli þann 6. október og gegn Albaníu þremur dögum síðar.

Markverðir: David de Gea (Manchester United), Pepe Reina (Napoli), Sergio Rico (Sevilla).

Varnarmenn: Nacho Fernandez (Real Madrid), Jordi Alba (Barcelona), Dani Carvajal (Real Madrid), Sergio Ramos (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Javi Martinez (Bayern Munich).

Miðjumenn: Koke (Atletico Madrid), Sergi Roberto (Barcelona), Saul Niguez (Atletico Madrid), Sergio Busquets (Barcelona), David Silva (Manchester City), Lucas Vazquez (Real Madrid), Thiago Alcantara (Bayern Munich), Andres Iniesta (Barcelona), Isco (Real Madrid).

Sóknarmenn: Jose Callejon (Napoli), Vitolo (Sevilla), Alvaro Morata (Real Madrid), Diego Costa (Chelsea), Nolito (Manchester City).
Athugasemdir
banner
banner