Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2016 13:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Kári Árna: Leggjum upp með að vinna báða leikina
Icelandair
Kári er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Kári er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er að hefjast fréttamannafundur í Laugardalnum þar sem íslenski landsliðshópurinn fyrir heimaleikina gegn Finnum og Tyrkjum verður opinberaður. Leikirnir verða 6. og 9. október.

Varnarmaðurinn Kári Árnason verður að sjálfsögðu í hópnum en hann sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði jafnað sig af smávægilegum nárameiðslum. Hann mun spila með liði sínu Malmö um helgina en liðið er í baráttunni um sænka meistaratitilinn.

Kári segir landsliðið leggja upp með að vinna báða leikina sem framundan eru.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að við verðum vel klárir í þessa leiki. Ég tel að við verðum að treysta svolítið á heimavöllinn í þessum riðli sem við erum í. Riðillinn er snúinn og erfiður og ég held að liðin í honum eigi eftir að reyta stig af hvort öðru. Ef okkur tekst að ná fullu húsi stiga á heimavelli þá ættum við að vera í ansi góðum málum," segir Kári en Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í fyrsta leik riðilsins.

„Laugardalsvöllurinn hefur verið sterkt vígi hjá okkur undanfarin ár og við verðum að halda því áfram. Ég held að við séum í erfiðasta riðlinum en það sem spilar með okkur er að liðin geta tekið stig af hvort öðru. Við áttum vissulega möguleika á að ná sigri í Úkraínu og sérstaklega þegar horft er til fyrri hálfleiksins en þegar öllu er á botninn hvolft þá var þetta gott stig sem við náðum í og gæti reynst dýrmætt þegar upp verður staðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner