Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 30. september 2016 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Kjartan spáir í lokaumferðina: Hver fellur og hver fær titil?
Kjartan Stefánsson gerði Hauka að 1. deildarmeisturum á þriðjudaginn og liðið leikur í Pepsi-deildinni að ári.
Kjartan Stefánsson gerði Hauka að 1. deildarmeisturum á þriðjudaginn og liðið leikur í Pepsi-deildinni að ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tók silfur í fyrra en er í bestu stöðunni upp á að fá gullið og verða Íslandsmeistarar í dag.
Stjarnan tók silfur í fyrra en er í bestu stöðunni upp á að fá gullið og verða Íslandsmeistarar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það má búast við æsispennandi lokaumferð í Pepsi-deild kvenna klukkan 16:00 í dag en ekki er ennþá ljóst hvaða lið hampar Íslandsmeistarabikarnum og hvaða lið fellur með ÍA.

Stjarnan er í bestu stöðunni fyrir daginn en þær þurfa sigur gegn FH til að tryggja sér titilinn eða treysta á að Breiðablik vinni ekki Val. KR er í fallsæti en mætir föllnum skagastúlkum í dag. Vinni þær leikinn er ljóst að þær leika áfram í Pepsi-deildinni því Fylkir og Selfoss leika innbyrðis leik og liðið sem tapar þar gæti fallið.

Við fengum Kjartan Stefánsson til að spá í niðurstöðu leikjanna en hann gerði Hauka að 1. deildarmeisturum á þriðjudaginn. Liðið hafði áður tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. Spá Kjartans og stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Fylkir 0 - 0 Selfoss
Harður og spennandi leikur þar sem bæði lið leggja allt í sölurnar. Fylkismenn liggja til baka og beita skyndisóknum, Selfoss verður meira með boltann en ná lítið að skapa sér.

Valur 1 - 2 Breiðablik
Þegar þessi lið mætast má búast við góðum og skemmtilegum fótboltaleik. Það var jafntefli í síðasta leik þessara liða, Valur endar í þriðja sæti sama hvernig þessi leikur fer, Breiðablik er taplaust og á von um að taka titilinn ef Stjarnan misstígur sig.

ÍA 1 - 0 KR
ÍA og KR hafa bæði bætt leik sinn frá upphafi móts, ég er sannfærður um það; að ef deildin væri núna hálfnuð yrði staða þeirra önnur í lok móts. Heimavöllur, leiktími og aðrir þættir sem óneitanlega hafa áhrif á leikinn s.s. stress eru með ÍA í þessum leik. Þetta verður spennandi leikur sem getur farið hvernig sem er.

ÍBV 3 - 2 Þór/KA
Bæði liðin geta mætt frekar afslöppuð í þennan leik. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði markaleikur eins og svo oft þegar þessi lið hafa mæst. Heimavöllurinn er sterkur og undanfarin ár hefur ÍBV haft ágætis tök á Þór/KA á Hásteinsvelli.

Stjarnan 2 - 0 FH
Ég tel að Stjarnan sigli þessum sigri örugglega í höfn. FH stúlkur hafa náð að tryggja sig í Pepsi deildinni að ári og eflaust sáttar við sitt. FH getur strítt Stjörnunni með góðum varnarleik og gefið fá færi á sér. En á heimavelli á gervigrasi standast fá lið Stjörnunni snúning.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner