Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2016 06:00
Auglýsingar
Leiknir í Breiðholti leitar að framkvæmdastjóra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Leikni Reykjavík.



Aðalstjórn Íþróttafélagsins Leiknis leitar að framkvæmdastjóra. Starfið snýr að öllu sem við kemur daglegum rekstri félagsins, hvort sem um er að ræða fjármál, kynningarmál eða innra starf.

Góðir eiginleikar framkvæmdastjóra væru:
Góð tengsl við íþróttahreyfinguna og brennandi áhugi á knattspyrnu.
Þekking á bókhaldi.
Góð almenn tölvufærni.
Góð kunnátta í íslensku og ensku.
Skipulögð vinnubrögð og góð yfirsýn.
Sveigjanleiki og mjög góð samskiptahæfni.

Viðkomandi mun koma að öllu starfi Leiknis frá 8. flokki upp í meistaraflokk. Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað og áhuga á að takast á við áframhaldandi uppbyggingu félagsins og hefur vilja til að starfa með ólíku fólki að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.

Umsóknir og fyrirspurnir um starfið sendist til formanns aðalstjórnar Leiknis á netfangið [email protected].
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner