Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Maggi Gylfa spáir í lokaumferðina í Pepsi-deildinni
Magnús Gylfason.
Magnús Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn fara niður í Inkasso-deildina samkvæmt spá Magga.
Fylkismenn fara niður í Inkasso-deildina samkvæmt spá Magga.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Freyr Alexandersson var með tvo rétta þegar hann spáði í leikina í næstsíðustu umferðinni í Pepsi-deild karla.

Magnús Gylfason spáði í lokaumferðina sem fer fram á morgun klukkan 14:00.



Stjarnan 2 - 0 Víkingur Ó.
Þetta gæti orðið opinn leikur því að jafntefli gerir líklega ekki neitt fyrir bæði lið.

KR 2 - 0 Fylkir
Þetta verður nokkuð öruggur KR sigur. Því miður fyrir Fylki þá falla þeir á KR-vellinum.

Breiðablik 2 - 1 Fjölnir
Þetta verður hörkuleikur. Ég held að Blikarnir hafi þetta þó að þeir hafi oft ekki verið að standa sig í mikilvægum leikjum.

Valur 3 - 0 ÍA
Valsarar rífa sig upp eftir ótrúlegt tap í Vestmanneyjum. Þeir vinna nokkuð sannfærandi og Kiddi tekur gullskóinn með því að setja tvö mörk.

FH 1 - 0 ÍBV
Þetta er nokkuð tilgangslaus leikur. FH er Íslandsmeistari og mínum huga er öruggt að ÍBV heldur sér.

Þróttur R.1 - 1 Víkingur R.
Leikur sem skiptir litlu máli fyrir bæði lið. Þeir leyfa örugglega leikmönnum að spila sem hafa komið minna við sögu.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Srdjan Tufegdzic(4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Björn Daníel Sverrisson (2 réttir)
Freyr Alexandersson (2 réttir)
Helgi Seljan (2 réttir)
Hörður Magnússon (2 réttir)
Luka Kostic (2 réttir)
Óli Stefán Flóventsson (2 réttir)
Sóli Hólm (2 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Janus Daði Smárason (1 réttur)

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner