Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 30. september 2016 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Þórðar: Þetta var óíþróttamannsleg framkoma
Það urðu smá læti í hálfleik
Það urðu smá læti í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stjarnan er með betra lið og ég vil byrja á því að óska þeim til hamingju með titilinn, þetta er verðskuldað hjá þeim og þær eru með frábært lið. En mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid hjá okkur, mér fannst þær ekki fá mikið af færum og mér fannst við ekki í neinum sérstökum vandræðum," sagði Orri Þórðarson, þjálfari FH-inga eftir 4-0 tap gegn Stjörnunni í dag.

Orri var ósáttur með fyrsta mark Stjörnunnar og sagði það vera óíþróttamannslegt. Hann lét Katrínu Ásbjörnsdóttur, markaskorara Stjörnunnar, heyra það þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 FH

„Við fáum á okkur þetta mark undir lok fyrri hálfleiks sem ég verð að segja að var óíþróttamannslegt mark. Það er samstuð, dómarinn stöðvar leikinn, það er dómarakast, við byrjum með mann út af og þær sparka boltanum upp við okkar hornfána, setja pressu og upp úr því skora þær. Stjarnan er með það gott lið að þær þurfa ekki á svona að halda. Þetta var óíþróttamannsleg framkoma."

„Ég var bara að láta Katrínu Ásbjörns vita af minni skoðun af þessu, þetta var fáranlegt," sagði Orri um það sem gerðist í hálfleik, en honum segist sama um hvað svör hún gaf. „Mér er skítsama um það, en þegar svona dómarakast er út á miðjum vellinum þá eiga menn að spila á hlutlaust svæði. Við hefðum getað sparkað boltanum til þeirra ef það hefði verið málið. Þetta var ekki góð framkoma."

FH-ingar enda um miðja deild og Orri segist sáttur með tímabilið í heild sinni.

„Ég er rosalega ánægður með stelpurnar, við erum með langyngsta liðið þannig að þetta lið áf framtíðina fyrir sér. Við fórum inn í þetta mót með ungt lið, auðvitað gat brugðið til beggja vona, en við vildum keyra á þessum stelpum og gefa þeim tækifæri og þær hafa svo sannarlega staðið undir okkar trausti í sumar og staðið sig virkilega vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner