Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. september 2016 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Stjarnan Íslandsmeistari (Staðfest)
Selfoss fer niður í 1. deild kvenna með Skagakonum
Stjarnan er Íslandsmeistari 2016!
Stjarnan er Íslandsmeistari 2016!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá Selfossi í sumar. Þær munu ekki spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð...
Úr leik hjá Selfossi í sumar. Þær munu ekki spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð...
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Liðið hennar Eddu náði að bjarga sér.
Liðið hennar Eddu náði að bjarga sér.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2016! Þetta varð ljóst eftir að síðasta umferð Pepsi-deildar kvenna var leikin í dag, en það var nokkuð um dramatík og spennu.

Það bjuggust flestir við því að Stjörnukonur myndu tryggja sér titilinn í dag og það var nákvæmlega það sem gerðist. Þær fengu FH-inga í heimsókn og unnu 4-0 sigur. Katrín Ásbjörnsdóttir setti tvö fyrir Stjörnuna og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lára Kristín Pedersen gerðu sitt markið hvor. Stórsigur Stjörnunnar staðreynd og þær eru Íslandsmeistarar þetta árið.

Eina liðið sem gat skákað Stjörnunni var Breiðablik, en þær grænklæddu úr Kópavoginum heimsóttu Val að Hlíðarenda. Þar var aðeins eitt mark skorað og það gerði reynsluboltinn Dóra María Lárusdóttir fyrir Valskonur, en þessi tvö lið enda í öðru og þriðja sæti deildarinnar með sama stigafjölda, 39 stig.

KR-stelpur björguðu sæti sínu í deildinni á ótrúlegan hátt. Þær fóru upp á Skaga og mættu þar heimakonum, en ÍA var fyrir leikinn fallið úr deildinni. Skagakonur komust þó yfir og staðan var 2-0 fyrir ÍA í hálfleik. KR gafst þó ekki upp og Vestubæjarliðið svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleik og unnu 3-2 sigur. Þetta var nóg til þess að senda Selfoss niður í 1. deildina, en Selfoss gerði markalust jafntefli við Fylki. Það eru því Selfoss og ÍA sem falla niður í 1. deildina.

Hér að neðan má sjá öll úrslitin úr lokaumferðinni, en neðst er stigataflan. Hún gæti tekið smá tíma í það að uppfæra sig...

Fylkir 0 - 0 Selfoss
Rautt spjald: Sharla Passariello, Selfoss ('54 )
Lestu nánar um leikinn

ÍA 2 - 3 KR
1-0 Cathrine Dyngvold ('11 )
2-0 Rachel Owens ('40 )
2-1 Jordan O'Brien ('51 )
2-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('70 )
2-3 Jordan O'Brien ('74 )
Lestu nánar um leikinn

ÍBV 3 - 3 Þór/KA
0-1 Anna Rakel Pétursdóttir ('22 )
0-2 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('32 )
0-3 Zaneta Wyne ('58 )
1-3 Cloe Lacasse ('84 )
2-3 Cloe Lacasse ('87 )
3-3 Natasha Moraa Anasi ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 4 - 0 FH
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('42 )
2-0 Lára Kristín Pedersen ('51 )
3-0 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('58 )
4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('74 )
Lestu nánar um leikinn

Valur 1 - 0 Breiðablik
1-0 Dóra María Lárusdóttir ('4 )
Lestu nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner