Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 30. september 2016 19:28
Mist Rúnarsdóttir
Sandra Sig um sumarið: Fer í lærdómspokann
Sandra hélt hreinu í lokaleiknum
Sandra hélt hreinu í lokaleiknum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég verð að viðurkenna að þetta var sterkt. Þetta var það sem við ætluðum og það er fínt að fara með þetta inn í frí,“ sagði Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, sem var best á vellinum þegar lið hennar varð fyrsta liðið í tvö ár til að vinna Breiðablik í deildarleik.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

Valsarar voru aðallega að spila upp á stoltið í dag enda hefðu þær þurft að valta yfir besta varnarlið deildarinnar til að komast upp fyrir þær og í 2.sætið. Sandra segir að það hafi ekki verið erfitt að mótivera sig fyrir leikinn.

„Nei, nei. Við bjuggum bara til okkar eigin keppni og settum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur og við kláruðum hann. Mér þykir það mjög sterkt á móti mjög sterku liði Breiðabliks.“

„Það var smá hiti í þessu og þetta var spennandi. Mér fannst við falla óþarflega aftarlega og við þorðum ekki að halda boltanum í seinni hálfleik. Annars bara leystum við þetta.“


Blikar sóttu meira í leiknum en Sandra stóð vaktina af stakri prýði og var ánægð með sína frammistöðu.

„Ég hélt hreinu og liðið allt þannig að ég verð að vera sátt.“

Að lokum spurðum við Söndru hvort hún væri ánægð með fótboltasumarið heilt yfir.

„Bæði og. Auðvitað vildum við vera ofar en það er margt jákvætt sem við getum tekið með út úr þessu tímabili. Bæði sem lið og sem einstaklingar. Ég sjálf er sátt við helling en ekki allt hinsvegar en það fer bara í lærdómspokann.“
Athugasemdir
banner
banner
banner