Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 30. september 2016 19:16
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Stjarnan vel að titlinum komnar
Þorsteinn tapaði í fyrsta skipti deildarleik sem þjálfari Breiðabliks
Þorsteinn tapaði í fyrsta skipti deildarleik sem þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Það eru vonbrigði að hafa tapað þessum leik. Við svosem gerðum okkur ekkert von um að vinna mótið miðað við þá leiki sem Stjarnan átti eftir en mig langar að byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með titilinn. Þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson eftir að hafa þurft sætta sig við tap gegn Val en Blikar hafa ekki tapað deildarleik síðan í júlí 2014.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Hinsvegar er sumrinu reyndar ekki lokið hjá okkur. Við eigum Evrópuleikinn eftir þannig að við erum ekki farin í frí ennþá.“

Um leikinn hafði Þorsteinn þetta að segja:

„Þetta er barningur. Við sköpum okkur fín færi og erum yfir í spili en þær eru náttúrlega alltaf hættulegar í skyndisóknum. Við fengum alveg nógu góð færi til að skora og jafna þennan leik hið minnsta.“

Umdeilt atvik kom upp í seinni hálfleik en þá skoraði Fanndís mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Það stóð afar tæpt og ljóst að við þurfum að skoða sjónvarpsupptökur af atvikinu til að sjá hvort að um réttan dóm hafi verið að ræða. Þorsteinn sagðist ekki treysta sér til að dæma um hvort Fanndís hafi verið fyrir innan en hún meiddist í samstuði í kjölfarið á markinu og þurfti að fara af velli.

„Þetta var ljótur skurður. Hrufl niður eftir öllum leggnum á henni. Einhvern tímann hefðu með fengið spjald fyrir það þó að dómarinn hafi verið búinn að flauta,“ sagði Þorsteinn sem vonast til að Fanndís verði klár fyrir Evrópukeppnina.

„Það er spennandi verkefni. Við verðum að gefa okkur nokkra daga í að koma okkur í gírinn fyrir það og gleyma þessu. Íslandsmótið er búið og það er þetta mót sem er eftir hjá okkur. Við þurfum að eiga góðan leik á miðvikudaginn og þurfum að undirbúa okkur vel og gíra okkur vel í það.“
Athugasemdir
banner