banner
   fös 30. september 2016 09:37
Elvar Geir Magnússon
Stóri Sam sendi leikmönnum „peppkort" rétt fyrir vesenið
Ferðalaginu er lokið!
Ferðalaginu er lokið!
Mynd: Mirror
Leikmönnum enska landsliðsins barst í gær fremur vandræðalegt póstkort frá Stóra Sam Allardyce. Enska knattspyrnusambandið póstlagði kortin á þriðjudag, sama dag og allt fór upp í loft varðandi Stóra Sam.

„Ferðalagið er hafið" er yfirskriftin á kortunum og þar hrósar Stóri Sam leimmönnum fyrir að hafa unnið sigur í fyrsta leik, ferðalag þeirra saman sé hafið. „Hlakka til að sjá ykkur bráðlega," og undir er svo undirskrift Stóra Sam.

Stóri Sam Allardyce lét af störfum í kjölfar uppljóstrunar blaðamanna Telegraph sem földu myndavél á fundi með Stóra Sam þar sem hann lét gamminn geysa. Stóri Sam talaði meðal annars um hvernig svindla ætti á reglum enska knattspyrnusambandsins og talaði illa um Roy Hodgson.

Gareth Southgate mun stýra Englandi í komandi landsleikjum en eftir rúma viku er leikur gegn Möltu í undankeppni HM.

Enska knattspyrnusambandið hafði látið framleiða 4.000 boli fyrir áhorfendur á leiknum en á bolnum var setning frá Stóra Sam Allardyce. Sambandið hefur nú látið eyða þessum bolum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner