fös 30. september 2016 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Hammarby með sigur á lærisveinum Henrik Larsson
Ögmundur hélt hreinu hjá Hammarby
Ögmundur hélt hreinu hjá Hammarby
Mynd: Getty Images
Helsingborg 0 - 1 Hammarby
0-1 Romulo ('83 )

Íslendingalið Hammarby er komið upp í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir nauman sigur á Henrik Larsson og hans mönnum í Helsingborg. Leiknum var að ljúka fyrir ekki svo löngu, en það var mikil barátta sem einkenndi leikinn.

Hammarby er mikið Íslendingalið, en þrír íslenskir leikmenn eru á málá hjá liðinu. Þetta eru þeir Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, en þeir voru allir þrír í byrjunarliðinu í dag og spiluðu allan leikinn.

Þeim tókst þó ekki að koma sér á blað í dag, en það var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Brasilíumaðurinn Romulo þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 1-0 fyrir Hammarby og góður útisigur fyrir þá staðreynd. Þeir eru nú með 35 stig í áttunda sætinu, en Henrik Larsson og hans menn er í fallbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner