Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 30. september 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Viðar Ari: Heyrði að stuðningsmenn FH ætli frekar á okkar leik
Viðar Ari Jónsson.
Viðar Ari Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fjölnisliðið ætlar sér að vinna næsta leik, og ég vona að það dugi," segir Viðar Ari Jónsson, leikmaður Fjölnis, um lokaumferðina í Pepsi-deildinni á morgun.

Fjölnir er í 5. sæti fyrir umferðina en liðið vonast til að ná að enda í topp þremur og krækja í Evrópusæti. Fjölnir mætir Breiðabliki á morgun og fer upp fyrir Kópavogsliðið með sigri. Þá þarf liðið að treysta á að annað hvort KR eða Stjarnan misstígi sig.

„Ég persónulega treysti á að Víkingur Ó. taki Stjörnuna og Evrópusætið verði okkar. Fjölnisliðið á það svo sannalega skilið eftir árangur sinn í sumar."

Viðar er bjartsýnn á að Fjölnir nái að krækja í þrjú stig gegn Blikum á Kópavogsvelli.

„Að sjálfsögðu. Við förum inn í leikinn til þess að vinna hann og ætlum okkur að gera það. Vissulega erfiðir andstæðingar og þetta verður baráttuleikur fram á síðustu mínútu á Kópavogsvelli."

Fjölnir hefur tapað síðustu tveimur leikjum gegn KR og Stjörnunni en Viðar segir að menn í Grafarvoginum séu brattir þrátt fyrir það.

„Stemningin er fín, við höfum verið að spila vel í síðustu tveimur leikjum en úrslitin hafa ekki fallið með okkur. Hópurinn ætlar sér að vinna leikinn á laugardaginn og halda í vonina um Evrópusæti. Þetta hefur verið gott sumar og mjög góður mórall í hópnum. Ekki skemmir fyrir að ná Evrópusæti þegar það er lokahóf sama kvöld."

Stuðningsmannasveit Fjölnis hefur látið í sér heyra í sumar og Viðar býst við góðum stuðningi klukkan 14:00 á morgun.

„Það ætla ég að vona enda æsispennandi fótboltaleikur upp á líf eða dauða. Ég heyrði að einhverjir í FH hópnum ætluðu frekar á þennan leik heldur en FH-ÍBV. Ég hlakka til að sjá það gerast og treysti á alla grafarvogsbúa að koma á leikinn enda mikið í húfi," sagði Viðar að lokum.

Lokaumferðin á laugardag
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
14:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
14:00 Valur-ÍA (Valsvöllur)
14:00 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn)
14:00 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Víkingur R. (Þróttarvöllur)

Sjá einnig:
Lokaumferðin - Hvað getur gerst?

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner