Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 30. september 2017 16:26
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ef verkefnið er þess virði myndi ég fórna miklu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Já ég er sáttur að fá þrjú stig hér og líka heilt yfir mjög ánægður með spilamennskuna frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég ætla ekki að vera hrokafullur og segja að áttum að vinna stærra en ég þakka fyrir þennan sigur eitt núll, það er líka fínt." sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir sigur á FH.

Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

„Þetta var svona fullkomnasti leikur Blika undir minni stjórn myndi ég segja. En kannski ekki besti, við vorum mjög góðir í mörgum leikjum en það féll ekki alltaf með okkur en svona er fótboltinn.

5 eða 6 sæti gefur ekki Evrópu og við erum ekki í falli en ég er stoltur af strákunum, þeir sýndu líka karakter í síðasta leik og yfir heilt yfir í allt sumar.

Við vorum heilt yfir inn í öllum leikjum. Mér fannst okkar lélegasti leikur í sumar vera FH heima. Þá áttum við ekki breik í þá.

Varnarleikur í síðustu tveimur leikjum hefur verið góður og við höfum fengið á okkur ótrúlegustu mörk í sumar og stundum sést varla á sjónvarpinu en í dag við héldum hreinu og það var gott og eins og ég segi, leikurinn var bara mjög skemmtilegur. En þetta er líka svona til að vera hreinskilinn og missa mig ekki yfir þessum sigri að þá er þetta síðasti leikur mótsins og menn misspenntir og sumir kannski í hausnum að plana partý í kvöld og halda ekki einbeitningu og aga."


Miklar vangaveltur hafa verið með það hvort að Milos verði áfram þjálfari Blika, hvað segir hann um það.

„Það er ekkert komið í ljós. Fókus hjá okkur var að klára tímabilið. Mér finnst ekki hægt að ræða um samning þegar ég þarf að undirbúa leik. Menn segja að það sé hægt að gera tvennt í einu en ég er því miður ekki kvenkyns, þær geta gert það. Þær eru klókar ekki ég. Ég vildi klára tímabilið og setjast niður í rólegheitum og viðræður við mig hafa aldrei verið erfiðar. Aldrei hingað þannig að það er bara spurning hvað félagið vill gera og hvort ég passi í þá hugmyndafræði."

En vill Milos vera áfram hjá Blikum?

„Þetta er svo flókin spurning því að það tengist fjölskyldunni minni en ég er fótboltafíkill og ef verkefnið er þess virði að þá myndi ég fórna miklu"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner