Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
   lau 30. september 2017 16:26
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ef verkefnið er þess virði myndi ég fórna miklu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Já ég er sáttur að fá þrjú stig hér og líka heilt yfir mjög ánægður með spilamennskuna frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég ætla ekki að vera hrokafullur og segja að áttum að vinna stærra en ég þakka fyrir þennan sigur eitt núll, það er líka fínt." sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir sigur á FH.

Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

„Þetta var svona fullkomnasti leikur Blika undir minni stjórn myndi ég segja. En kannski ekki besti, við vorum mjög góðir í mörgum leikjum en það féll ekki alltaf með okkur en svona er fótboltinn.

5 eða 6 sæti gefur ekki Evrópu og við erum ekki í falli en ég er stoltur af strákunum, þeir sýndu líka karakter í síðasta leik og yfir heilt yfir í allt sumar.

Við vorum heilt yfir inn í öllum leikjum. Mér fannst okkar lélegasti leikur í sumar vera FH heima. Þá áttum við ekki breik í þá.

Varnarleikur í síðustu tveimur leikjum hefur verið góður og við höfum fengið á okkur ótrúlegustu mörk í sumar og stundum sést varla á sjónvarpinu en í dag við héldum hreinu og það var gott og eins og ég segi, leikurinn var bara mjög skemmtilegur. En þetta er líka svona til að vera hreinskilinn og missa mig ekki yfir þessum sigri að þá er þetta síðasti leikur mótsins og menn misspenntir og sumir kannski í hausnum að plana partý í kvöld og halda ekki einbeitningu og aga."


Miklar vangaveltur hafa verið með það hvort að Milos verði áfram þjálfari Blika, hvað segir hann um það.

„Það er ekkert komið í ljós. Fókus hjá okkur var að klára tímabilið. Mér finnst ekki hægt að ræða um samning þegar ég þarf að undirbúa leik. Menn segja að það sé hægt að gera tvennt í einu en ég er því miður ekki kvenkyns, þær geta gert það. Þær eru klókar ekki ég. Ég vildi klára tímabilið og setjast niður í rólegheitum og viðræður við mig hafa aldrei verið erfiðar. Aldrei hingað þannig að það er bara spurning hvað félagið vill gera og hvort ég passi í þá hugmyndafræði."

En vill Milos vera áfram hjá Blikum?

„Þetta er svo flókin spurning því að það tengist fjölskyldunni minni en ég er fótboltafíkill og ef verkefnið er þess virði að þá myndi ég fórna miklu"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner